Einn elsti veitingastaður landsins í hjarta Reykjavíkur.

Við sérhæfum okkur í íslenskri og skandinavískri matargerð og leggjum áherslu á ferskt Íslenskt hráefni og fyrsta flokks þjónustu.

laekjarbrekka-intro.jpeg
12465859_987250128016310_5746361853505143881_o.jpg

Matseðlarnir okkar innihalda m.a. fisk og franskar, humarsúpu, fisk dagssins, lambasteik og marga fleiri gómsæta rétti.

Staðurinn opnaði árið 1981 í einu elsta húsi Reykjavíkur að Bankastræti 2 sem var byggt árið 1834 og var fyrsta og lengi vel eina bakarí bæjarins.

Í Lækjarbrekku eru staðsettir tveir veislusalir, Litla Brekka og Kornhlaðan með rými fyrir allt að 160 manns. Tilvaldir fyrir allar tegundir samkoma. Salirnir okkar eru með skjávarpa, hljóðkerfi og þráðlausu interneti.

Endilega sendið okkur línu á info@laekjarbrekka.is fyrir frekari upplýsingar.